Hryssur í sýningu   Prenta 

Maí 2013

Hryssurnar Mirra og Draumadís frá Fornusöndum fara í kynbótasýningu í sumar. Þær eru í þjálfun hjá Sigurði Vigni Matthíassyni, þeim kunna kappa. Mirra er í eigu Magnúsar Geirssonar, fædd 2007, undan Adam frá Ásmundarstöðum og Bylgju frá Fornusöndum, Kjarksdóttur. Draumadís er fædd 2006, ræktuð af Magnúsi, en eigandi er Kolbrún Sóley Magnúsdóttir. Draumadís er undan hinni verðlaunuðu kynbótahryssu, Frigg frá Ytri Skógum og Hreimi frá Fornusöndum.