Perla fallin   Prenta 

Janúar 2013

Ræktunarhryssan Perla frá Sauðárkróki fannst dauð í haganum á Fornusöndum nú fyrir áramót. Perla var á 21. vetri, í eigu Tryggva Geirssonar og Kristjáns Ing Gunnarssonar. Hún hlaut fyrstu verðlaun, 8,09 í aðaleinkunn árið 2002, 8,19 fyrir hæfileika. Perla var undan kunnum kynbótahrossum, Kjarval frá Sauðárkróki og Brúnku frá Höfða. Hún eignaðist öflug afkvæmi, þeirra fremst er Svarta Nótt frá Fornusöndum, fædd 2001 og undan Adam frá Ásmundarstöðum, sem hlaut 8,30 í aðaleinkunní kynbótadómi. Næstelstur er Frabín frá Fornusöndum, fæddur 2004 og undan Hreimi frá Fornusöndum. Hann þykir efnilegur A-flokks hestur.